Cessna 152

Kristján Kristjánsson

Cessna 152

Kaupa Í körfu

EINS hreyfils flugvél af gerðinni Cessna 152 hlekktist á í flugtaki á Akureyrarflugvelli í gærmorgun. Vélin fór yfir öryggissvæði norðan flugbrautarinnar og hafnaði niðri í fjöru. Einn maður var um borð í flugvélinni og komst hann út úr henni af sjálfsdáðum, þrátt fyrir að vera mikið slasaður á hægra fæti. Flugmaðurinn, Svanbjörn Sigurðsson, var fluttur á slysadeild FSA þar sem hann gekkst undir bráðaskurðaðgerð, vegna fótbrots og vöðvablæðinga. Hann var lagður inn á gjörgæsludeild að lokinni aðgerð. MYNDATEXTI: Flæða tók að vélinni þegar leið á daginn en hún var hífð á þurrt seinni partinn í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar