Fyrirtækið 3-Plus

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Fyrirtækið 3-Plus

Kaupa Í körfu

GAGNVIRKNI í sjónvarpi hefur verið þekkt tækni um árabil og notuð t.d. í tölvuleiki fyrir eldri börn en yngri börn höfðu ekki notið hennar í neinum mæli. "Þarna var tækifærið," segir Jóhannes Þórðarson, sem stofnaði 3-PLUS ásamt Helga G. Sigurðssyni. "Við sáum að þarna var hilla sem var alveg tóm og ekki margir sem voru að spá í þetta,"segir Helgi. "Þetta olli okkur erfiðleikum fyrst í stað, því þetta var algjörlega óþekkt en þetta hjálpaði okkur á seinni stigum. Við vorum á réttum stað á réttum tíma." Einn af útgangspunktunum var að barnið gæti leikið sér eitt í tækinu, án aðstoðar foreldranna, en það var einnig nýtt hvað tölvutengt efni fyrir ung börn varðaði. "Þetta var gatið sem við sáum og við einbeittum okkur að," segir Jóhannes. MYNDATEXTI: Leiktækið er framleitt í tveimur útgáfum, allt eftir því hvar það fer á markað

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar