Wieslawa Vera Lupinska

Þorkell Þorkelsson

Wieslawa Vera Lupinska

Kaupa Í körfu

Túlkar innflytjenda eru kallaðir til undir ýmsum kringumstæðum. Oftast er um að ræða heilsugæslu, foreldraviðtöl í skólum, viðtöl hjá félagsþjónustu, lögreglumál, fjármál, giftingar, skilnaði eða bílpróf. Túlkunin fer fram á ýmsum tímum dagsins og einnig utan hefðbundins vinnutíma ef um neyðarútkall er að ræða. Flestir eru túlkar að hlutastarfi og sinna þjónustunni meðfram öðru, vinnu eða námi. Tveir þessara túlka eru þau Wieslawa Vera Lupinska, sem túlkar úr og á pólsku, og Magnús Björnsson, sem túlkar úr og á kínversku. Wieslawa er innflytjandi frá Póllandi og byrjaði að túlka eftir að hafa lokið íslenskunámskeiði fyrir sex árum. Þá var leitað til hennar þar sem skortur var á pólskum túlkum. Magnús er Íslendingur sem lærði kínversku í Kína og hefur verið túlkur í tæp fjögur ár. Hann varð einnig túlkur vegna skorts á túlkum og vegna þess að honum fannst hann geta gert gagn, auk þess sem hann hefur gaman af starfinu. MYNDATEXTI:Wieslawa Vera Lupinska "Það er minna að gera hjá okkur núna en í fyrra því fólk lærir íslensku."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar