Bátur strandaði í Sansgerðishöfn

Reynir Sveinsson

Bátur strandaði í Sansgerðishöfn

Kaupa Í körfu

Ekki tókst að ná Magga Jóns KE 77 á flot í gærmorgun en reyna átti björgunaraðgerðir á flóði eftir hádegið. ÞRÍR bátar, sem bundnir voru saman, losnuðu frá bryggju í Sandgerðishöfn í fyrrinótt í slæmu veðri og rak þá upp í fjöru. Lögreglunni í Keflavík barst tilkynning um óhappið um kl. 8 í gærmorgun, laugardag, og fór björgunarsveitin Sigurvon í Sandgerði á vettvang til að freista þess að ná bátunum. Fóru þeir á bát út í höfnina og tókst að ná tveimur bátanna strax en sá þriðji sat fastur í höfninni. Beðið var eftir flóði á hádegi í gær og átti þá að reyna að ná honum á flot.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar