Ljósmyndasýning Þorkels Þorkelssonar

Ljósmyndasýning Þorkels Þorkelssonar

Kaupa Í körfu

FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, Ellert Schram, forseti Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, Kristján Sturluson varaformaður og Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands, kynntu í gær landssöfnun Rauða krossins, Göngum til góðs. Þá var á sama tíma opnuð áhrifamikil ljósmyndasýning Þorkels Þorkelssonar sem tileinkuð er börnum í stríði. Rauði krossinn ætlar að freista þess að fá 2.500 landsmenn til að skrá sig sem sjálfboðaliða til að taka þátt í tveggja klukkustunda söfnunarátaki þar sem takmarkið er að banka upp á hjá hverjum einasta Íslendingi laugardaginn 2. október. MYNDATEXTI: Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, skoðar ljósmyndasýningu Þorkels Þorkelssonar (t.h.) sem tileinkuð er börnum í stríði.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar