Ragna Róbertsdóttir sýnir á Kjarvalsstöðum
Kaupa Í körfu
Myndlist | Nýtt verk eftir Rögnu Róbertsdóttur í Gautaborg Myndlistarverk eftir Rögnu Róbertsdóttur var vígt í Kungälv, bæjarfélagi fyrir utan Gautaborg, um helgina. Verkið er staðsett í svonefndu Mimers Hus, eða Mímishúsi, sem er nýtt menningarhús og bókasafn bæjarfélagsins. Með frá grunni Verkið er tæpir sjötíu fermetrar að stærð, og er staðsett í anddyri hússins, þar sem gengið er inn í áhorfendasal þess. Um er að ræða eitt af glerverkum Rögnu, þar sem um 180 kílóum af brotnu rúðugleri hefur verið kastað á um sjötíu fermetra veggflöt. "Lofthæðin í salnum þar sem mitt verk er staðsett er um 15-16 metrar. Það nýtur sín því afar vel," segir Ragna í samtali við Morgunblaðið. Hún segir vinnuna við uppsetningu verksins hafa verið afar skemmtilega og gefandi. "Það er svo gaman þegar maður getur verið með frá byrjun. Ég kom þarna áður en húsið var byggt og fylgdist alveg með þróuninni frá grunni." Ákvarðanir um stærð, lit og staðsetningu verksins voru á ábyrgð Rögnu, í samráði við arkitekta hússins. "Mér skilst að fólk sé afar ánægt með útkomuna, því verkið er afar látlaust. Glerbrotin endurkasta ljósinu og birtunni og verkið er því síbreytilegt eftir því hvar horft á það, og eftir því hvaða tími dagsins og árstíð er."
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir