Réttarkjötsúpa á Grímsstöðum á Mýrum

Ásdís Haraldsdóttir

Réttarkjötsúpa á Grímsstöðum á Mýrum

Kaupa Í körfu

MATUR | Réttarkjötsúpan á Grímsstöðum Það ríkti gleði og glaumur í stofunni í gamla bænum á Grímsstöðum á Mýrum á mánudagskvöldið þegar mæðginin Elísabet Níelsdóttir og Guðni Haraldsson buðu í hina árlegu réttarkjötsúpu. Í hana fóru 18 kíló af kjöti enda gestirnir margir, eða um 75 talsins. Saumaklúbburinn Sæmundur í Borgarnesi hefur á undanförnum árum aðstoðað Elísabetu við eldamennskuna. Hér áður fyrr sá hún sjálf ásamt Freyju Bjarnadóttur vinkonu sinni um að elda, en þá komu aðallega leitarmenn í mat. MYNDATEXTI: Kátir kokkar: Helga Ólafsdóttir, Ingibjörg Hargrave, Hjördís E. Karlsdóttir, Dídí Jóhannsdóttir og Elísabet Níelsdóttir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar