Banffsire á Strandstað

Rax/Ragnar Axelsson

Banffsire á Strandstað

Kaupa Í körfu

Flak af breska togaranum Banffshire fannst í vikunni í Kvískerjafjöru á Breiðamerkursandi, tæpum 80 árum eftir að síðast sást til flaksins og nærri 100 árum eftir að skipið strandaði, í illviðri 16. janúar árið 1905. Um borð voru 11 skipverjar og var lífi þeirra allra bjargað af Birni Pálssyni, bónda á Kvískerjum í Öræfasveit. Að sögulegri björgun lokinni tók við ekki síðri hildarleikur í ferð Björns og fleiri Öræfinga með skipbrotsmennina til Reykjavíkur, þar sem skip beið þeirra á leið til heimahafnar í Aberdeen. Tók ferðin einn mánuð og á heimleiðinni í Öræfasveit drukknaði ungur maður í Kúðafljóti og nokkrir hestar drápust. Litlu munaði að Björn léti einnig lífið í þessari ferð. Hálfdán, Helgi og Sigurður Björnssynir frá Kvískerjum við flakið af breska togaranum Banffshire, sem strandaði á Breiðamerkursandi 16. janúar árið 1905.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar