Banffsire á Strandstað
Kaupa Í körfu
Breski togarinn Banffshire er kominn upp úr sandinum í Kvískerjafjöru á Breiðamerkursandi, tæpri öld eftir strandið í janúar 1905. Björn Jóhann Björnsson og Ragnar Axelsson skoðuðu strandstaðinn í gær ásamt Kvískerjabræðrum. Skipið strandaði í miklu ölduróti og illviðri um miðjan janúar árið 1905. Það var á leið frá Aberdeen í Skotlandi til veiða á Íslandsmiðum og hafði stefnan verið tekin á Vestmannaeyjar. Um borð voru 11 skipverjar og björguðust þeir allir. Áttu þeir Birni Pálssyni, bónda á Kvískerjum, líf sitt að launa, sem eftir nokkra leit á sandinum fann þá hrakta og kalda dágóðan spöl frá strandstað. Eftir björgunina tók við erfið ferð með skipbrotsmennina til Reykjavíkur og tók heimferðin sinn toll, eða eitt mannslíf og nokkra hesta. Munaði minnstu að Björn léti einnig lífið í þeirri ferð. MYNDATEXTI: Bræðurnir Sigurður, Hálfdán og Helgi Björnssynir frá Kvískerjum við flakið af togaranum Banffshire við Breiðamerkurós í gær.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir