Sigurlína, Baldvin og Héðinn

Kristján Kristjánsson

Sigurlína, Baldvin og Héðinn

Kaupa Í körfu

Móðir tveggja fatlaðra drengja styður baráttu grunnskólakennara SIGURLÍNA Styrmisdóttir, móðir 16 ára drengs sem er einhverfur og heyrnarskertur, en einnig á hún 10 ára son með heyrnarskerðingu, í grunnskóla á Akureyri, hefur sent Kennarasambandi Íslands stuðningsyfirlýsingu þar sem hún segir m.a. að það sé ekki sök kennara að börnin séu fötluð og hafi aldrei verið. "Það er eins og verið sé að koma inn samviskubiti hjá ykkur og ykkar sé vandinn," segir hún í yfirlýsingu sinni. Drengirnir, Héðinn 16 ára og Baldvin 10 ára, eru báðir verulega heyrnarskertir og sá eldri er einhverfur. Báðir ganga í sérdeild við Lundarskóla á Akureyri. Sjálf er Sigurlína 75% öryrki, er í meistaranámi í viðskiptafræði við Viðskiptaháskólann á Bifröst og vinnur að undirbúningi ritgerðar þar sem hún ætlar að fjalla um málefni fatlaðra innan og utan Evrópusambandsins. MYNDATEXTI: Styður kennara Sigurlína Styrmisdóttir á tvo syni, Baldvin 10 ára og Héðin 16 ára. Báðir eru heyrnarskertir og sá eldri einnig einhverfur. Hún hefur lýst yfir stuðningi við baráttu kennara fyrir bættum kjörum og segir að sér hafa fundist sem verið sé að nota fötluð börn í auglýsinga- og áróðursskyni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar