Eyrún Magnúsdóttir

Sverrir Vilhelmsson

Eyrún Magnúsdóttir

Kaupa Í körfu

EYRÚN Magnúsdóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu, hefur verið ráðin umsjónarmaður í þættinum Kastljósi í Sjónvarpinu í vetur, við hlið Kristjáns Kristjánssonar og Sigmars Guðmundssonar. Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sjónvarps, segir að það sé mikill fengur að því fyrir Sjónvarpið að hafa fengið Eyrúnu til starfa. Ánægjulegt sé að sjá hana aftur innan veggja Ríkisútvarpsins en hún vann eitt sumar sem skrifta á fréttastofu Sjónvarps og við Textavarp RÚV. Eyrún segir nýja starfið leggjast vel í sig. Hún hafi ákveðið að slá til, taka boðinu og sjá hvernig gengi í vetur. "Þetta er spennandi tækifæri og áskorun sem verður gaman að takast á við," segir Eyrún, sem er 25 ára Reykvíkingur með BA-gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands. Hún hefur starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu frá árinu 2001, utan einn vetur er hún nam á Ítalíu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar