Stjórnarandstaðan - Alþingi 2004

Þorkell Þorkelsson

Stjórnarandstaðan - Alþingi 2004

Kaupa Í körfu

FORYSTUMENN stjórnarandstöðuflokkanna þriggja, Samfylkingarinnar, Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og Frjálslynda flokksins, kynntu á blaðamannafundi í gærmorgun, þá ákvörðun sína að koma á skipulögðu samráði milli þingflokka sinna í þingstarfinu í vetur. Er það gert til að gera starf stjórnarandstöðunnar markvissara að því er fram kom á fundinum. Áhersla var þó lögð á að flokkarnir þrír hefðu mismunandi áherslur í ýmsum málum, en í öðrum málum væru þeir sammála, til dæmis í velferðarmálum. Fyrsta þingmálið í þessu samstarfið verður þingsályktunartillaga þar sem m.a. verður lagt til að Ísland verði tekið af lista hinna staðföstu þjóða í Íraksstríðinu. MYNDATEXTI: Samráð kynnt. Frá vinstri: Ögmundur Jónasson, Kristján Möller, Steingrímur J. Sigfússon, Össur Skarphéðinsson og Guðjón Arnar Kristjánsson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar