Mary Hoffman

Mary Hoffman

Kaupa Í körfu

MARY Hoffman er afar viðkunnanleg, ensk kona. Hún elskar að leika við köttinn sinn, á þrjár dætur og er aldrei í neinu bláu, né heldur kaupir hún sér nokkuð blátt. Mary Hoffman er líka höfundur ótal barnabóka, sem margar hverjar hafa notið mikilla vinsælda í heimalandi hennar og víðar. Þar á meðal er myndabókin Amazing Graze, og nýjasta bókaröð hennar, Stravaganza-bækurnar. Ein þeirra hefur nú verið þýdd og gefin út á íslensku hjá Máli og menningu, og nefnist hún Stravaganza: Grímuborgin. Þetta er sú fyrsta af þremur í röðinni, en sú þriðja er væntanleg á enskan bókamarkað í vor. Mary Hoffman er stödd hér á landi í tilefni af Alþjóðlegu barnabókahátíðinni, sem fer fram í Norræna húsinu þessa dagana. Það liggur beint við að spyrja hana út í þema hátíðarinnar, sem hún sjálf fellur undir, og er galdra- og fantasíusögur. Af hverju telur hún að galdra- og fantasíubækur séu svo vinsælar nú sem raun ber vitni?

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar