Róbert Róbersson

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Róbert Róbersson

Kaupa Í körfu

WBA, nýliðarnir í ensku úrvalsdeildinni, er ekki þekkt félag hér á landi og á enn síður marga stuðningsmenn á Íslandi. Eitthvað hefur þeim þó fjölgað frá því Lárus Orri Sigurðsson gekk í raðir félagsins fyrir nokkrum árum en varla nóg til þess að fylgismenn þess geti komið saman og haldið árshátíð eða þess háttar eins og stuðningsmenn stóru félaganna, Arsenal, Liverpool og Man. Utd., hafa gert um áraraðir. Morgunblaðið fann þó dyggan stuðningsmann WBA, eða West Bromwich Albion eins og það heitir fullu nafni. Sá er Róbert Róbertsson, fyrrverandi knattspyrnudómari. Morgunblaðinu lék forvitni á að vitna hvenær Róbert byrjaði að fylgja WBA. ,,Ég hef verið dyggur stuðningsmaður West Brom síðan fyrir fermingu í lok áttunda áratugarins. Ég tók ástfóstri við liðið eftir 5-3 sigur á Man. Utd. á Old Trafford 1978 að mig minnir en það tímabil lék liðið frábæran fótbolta. MYNDATEXTI:Róbert Róbertsson er alltaf tilbúinn að fagna sigri WBA í fullum herskrúða.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar