Árni Alfonsson

Árni Alfonsson

Kaupa Í körfu

Þegar dyrnar á skóla Árna Kristins Alfonssonar lokuðust fyrir tveimur vikum vegna kennaraverkfallsins var tilveru hans snúið á haus. Ólíkt og hjá öðrum ellefu ára guttum fór lítið fyrir tilhlökkun hjá honum vegna "frísins" framundan enda á hann erfitt með að átta sig á breytingum á borð við þær sem verkfallið hafði í för með sér. Í stað óbeislaðra leikja með skólafélögum og spennandi heimsókna í vinnuna til pabba og mömmu hefur líf hans einkennst af endalausum stundum framan við tölvuskjá og sjónvarp, skutli staða á milli og stöðugum óvæntum uppákomum. Og það er einmitt þetta óvænta sem Árni Kristinn á svo erfitt með að höndla. Árni Kristinn er heldur enginn venjulegur drengur. Hann hefur verið greindur með einhverfu, ofvirkni og þroskahömlun sem gerir það að verkum að hann er háður því að líf hans sé í röð og reglu. Undanfarnir dagar hafa því verið fjölskyldu Árna Kristins erfiðir og pabbi og mamma, sem heita Gerður Aagot Árnadóttir og Alfons Sigurður Kristinsson, hafa haft fá úrræði fyrir son sinn. MYNDATEXTI:12:11 Hádegismatur hjá afa. Þennan dag lítur amma, sem heitir Aðalbjörg Árnadóttir, inn í hádeginu og kíkir á Þyrnirós, Öskubusku og allar hinar prinsessurnar sem leynast í Game Boy-tölvunni hennar Siggu. Árni á líka Game Boy sem er iðulega við höndina en þessa stundina er öll athyglin á kjúklingnum á diskinum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar