Sinfóníuhljómsveit Íslands

Sinfóníuhljómsveit Íslands

Kaupa Í körfu

Vinafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands heldur opinn málfund í Iðnó í kvöld kl. 20 þar sem ætlunin er að ræða hlutverk hljómsveitarinnar í samtímanum. Leitað verður svara við spurningum sem vaknað hafa í umræðu um listræna stefnu hljómsveitarinnar á undanförnum vikum. Hvers konar tónlist á Sinfóníuhljómsveitin að spila? Hvert á að vera hlutfall þekktra verka og lítt þekktra? Hvert á að vera vægi íslenskrar tónlistar? Á hljómsveitin að laga sig að óskum áheyrenda eða fylgja sinni eigin menningarpólitík?

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar