Ráðhús Reykjavíkur var lýst upp í bleikri birtu

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Ráðhús Reykjavíkur var lýst upp í bleikri birtu

Kaupa Í körfu

Ráðhús Reykjavíkur var lýst upp í bleikri birtu í gærkvöldi í tilefni þess að í októbermánuði verður vakin athygli á brjóstakrabbameini hér á landi, fimmta árið í röð. Auk þess sem ráðhúsið er lýst upp næstu daga verða sett bleik ljós í staura umhverfis Tjörnina. Bleik lýsing verður einnig sýnileg annars staðar á landinu, t.a.m. verða sjúkrahúsið á Akureyri og Ráðhúsið á Selfossi lýst upp. Með hliðstæðum hætti verða lýst upp 200 mannvirki í 40 löndum í tilefni átaksins. Í október verður lögð áhersla á fræðslu um brjóstakrabbamein og eru konur hvattar til að nýta sér boð Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins um röntgenmyndatöku.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar