Alþingi 2004

Alþingi 2004

Kaupa Í körfu

Davíð Oddsson ræddi um stríðið í Írak í umræðum um stefnuræðuna í gær Forysta stjórnarandstöðunnar gagnrýnir stuðning við innrásina DAVÍÐ Oddsson utanríkisráðherra sagði í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í gær, að hann teldi að íslenska ríkisstjórnin hefði tekið skynsamlega ákvörðun, miðað við þá þætti sem þá lágu fyrir hendi, "þegar hún ákvað að taka þátt í því með yfir þrjátíu öðrum ríkjum að bægja þessum harðstjóra [Saddam Hussein] á brott". Forystumenn stjórnarandstöðunnar gerðu Íraksstríðið m.a. að umtalsefni í ræðum sínum á Alþingi í gær og átöldu þar stuðning ríkisstjórnarinnar við innrásina í Írak. MYNDATEXTI: Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði að íslensk stjórnvöld ættu að biðjast afsökunar vegna stuðnings við stríðið í Írak.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar