Tröllateigur í Mosfellsbæ.

Sverrir Vilhelmsson

Tröllateigur í Mosfellsbæ.

Kaupa Í körfu

Nýjar útsýnisíbúðir í hjarta Mosfellsbæjar Mikil uppbygging á sér nú stað í Teigahverfi í Mosfellsbæ. Magnús Sigurðsson kynnti sér nýjar íbúðir í fjölbýlishúsi í smíðum við Tröllateig, en íbúðirnar eru nýkomnar í sölu. Fólksfjölgun hefur verið ör í Mosfellsbæ á undanförnum árum og talsvert meiri en á landsvísu. Mikið hefur því verið byggt í bænum, aðallega í vesturhlutanum. Á þessu ári hefur hins vegar einnig átt sér stað mikil uppbygging við Tröllateig í Teigahverfi og nú eru fyrstu íbúðirnar þar að koma á markað, en þetta er nýtt byggingarsvæði suðaustur af miðbæ Mosfellsbæjar. MYNDATEXTI: Á byggingarstað. Frá vinstri: Þorvaldur Guðjónsson, verkefnisstjóri hjá Keflavíkurverktökum, Sverrir Kristinsson, fasteignasali hjá Eignamiðlun, Einar Þ. Waldorf, deildarstjóri byggingar- og lagnadeildar Keflavíkurverktaka hf., Magnús Geir Pálsson, sölufulltrúi hjá Borgum, og Kjartan Hallgeirsson, fasteignasali hjá Eignamiðlun.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar