Málþing í Iðnó

Málþing í Iðnó

Kaupa Í körfu

Vinafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands gekkst fyrir málþingi í fyrrakvöld undir yfirskriftinni Sinfónían og samtíminn. Tilefni málþingsins var greinaskrif í Morgunblaðinu um áherslur í verkefnavali hljómsveitarinnar og umræður sem spunnist hafa í kjölfarið. Frummælendur á málþinginu voru Jónas Sen píanóleikari og tónlistargagnrýnandi, Sigfríður Björnsdóttir framkvæmdastjóri Íslenskrar tónverkamiðstöðvar, Hjálmar H. Ragnarsson tónskáld og rektor Listaháskóla Íslands og Arnþór Jónsson sellóleikari og fyrrum nefndarmaður í verkefnavalsnefnd Sinfóníuhljómsveitarinnar. MYNDATEXTI: Íslensk tónskáld á málþingi Vinafélags Sinfóníuhljómsveitar Íslands: Áskell Másson er í forgrunni en fyrir aftan hann situr Atli Heimir Sveinsson, nýráðinn hústónskáld Sinfóníuhljómsveitar Íslands til ársins 2006.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar