Afmælisfundur Lífeyrissjóðs verkfræðinga

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Afmælisfundur Lífeyrissjóðs verkfræðinga

Kaupa Í körfu

Fundur Lífeyrissjóðs verkfræðinga um framtíðarfyrirkomulag lífeyrissjóða LÍFEYRISSJÓÐIR eru of margir og áhættudreifing er oft óskynsamleg þar sem sjóðirnir eru tengdir ákveðnum stéttum. Frekari sameining sjóðanna, sérstaklega þeirra smærri, myndi hjálpa til við áhættudreifingu og "það væri líka þægilegra fyrir þá aðila sem eru í stjórn að vera ekki fastir við ákveðið atvinnusvæði því það skapast örugglega oft óþægilegur þrýstingur á stjórnina að taka þátt í verkefnum sem eru í heimabyggð og það er ekki endilega það sem er skynsamlegast fyrir viðkomandi lífeyrissjóð." MYNDATEXTI: Sigurður Áss Grétarsson, formaður Lífeyrissjóðs verkfræðinga, og Stefán Halldórsson, framkvæmdastjóri sjóðsins, ræða við Þórólf Árnason borgarstjóra, sem stýrði fundinum. Frummælendurnir Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, Pétur Blöndal alþingismaður og Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, eru í forgrunni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar