Sólbakur EA - Brim

Kristján Kristjánsson

Sólbakur EA - Brim

Kaupa Í körfu

Til átaka kom á löndunarbryggju Brims á Akureyri í gær vegna Sólbaksdeilunnar "Orrustan er töpuð en stríðið er ekki búið," segir Sævar Gunnarsson SÆVAR Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, og fimm aðrir forystumenn sjómanna voru handteknir á löndunarbryggju Brims á Akureyri um miðjan dag í gær. Þeir höfðu dvalið þar í rúman sólarhring og komið í veg fyrir löndun úr ísfisktogaranum Sólbaki EA. Þetta var í annað sinn sem Sævar var handtekinn á bryggjunni sama daginn, því snemma í gærmorgun var hann færður í lögreglubíl og segir að þar hafi sér verið haldið í 15-20 mínútur. MYNDATEXTI: Handteknir á löndunarbryggju Brims. Ólafur Ásgeirsson yfirlögregluþjónn tilkynnir fulltrúum sjómannasamtakanna skömmu eftir hádegi í gær að þeir séu handteknir. Voru þeir því næst færðir á lögreglustöð til skýrslutöku.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar