Guðjón Guðjónsson kafari

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Guðjón Guðjónsson kafari

Kaupa Í körfu

Það voru sex vaskir kafarar sem þreifuðu sig áfram í vondu skyggni í höfninni í Neskaupstað á dögunum. Búið var að líma fyrir köfunargleraugu þeirra og máttu þeir fikra sig áfram, spönn fyrir spönn, með fingurna sem sín tíu augu á myrkum hafsbotninum. Sexmenningarnir tóku þátt í leitarkafaranámskeiði á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar og var verið að kenna þeim nýja leitartækni sem nýtist vel við erfiðar aðstæður. MYNDATEXTI: Leiðbeinandi Guðjón Guðjónsson, kafari úr Reykjavík, var leiðbeinandi á leitarkafaranámskeiðinu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar