Borgarskjalasafn Reykjavíkur

Þorkell Þorkelsson

Borgarskjalasafn Reykjavíkur

Kaupa Í körfu

Borgarskjalasafn tók við skjölum frá Samtökunum '78 Í TILEFNI af fimmtíu ára afmæli Borgarskjalasafns Reykjavíkur afhentu Samtökin '78 safninu skjalasafn sitt til varðveislu. Um er að ræða skjöl frá fyrstu tveimur áratugum starfseminnar og eru skjölin mikilvæg heimild um mannréttindabaráttu samkynhneigðra á Íslandi. Vitnar það t.d. um baráttuna fyrir jafnrétti á atvinnu- og húsnæðismarkaði. MYNDATEXTI: Þorvaldur Kristinsson, formaður Samtakanna '78, afhendir Svanhildi Bogadóttur borgarskjalaverði skjöl frá fyrstu áratugum starfsemi samtakanna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar