Í verkfallsmiðstöð kennara

Sverrir Vilhelmsson

Í verkfallsmiðstöð kennara

Kaupa Í körfu

LEIKSKÓLAKENNARAR komu færandi hendi í verkfallsmiðstöð grunnskólakennara í gær. Afhentu þeir Eiríki Jónssyni það sem fulltrúi leikskólakennara, Sigríður Marteinsdóttir, kallaði táknræna gjöf, með baráttukveðjum og hvatningu í viðræðum við sveitarfélögin. Um var að ræða íslenskt handverk úr Kirsuberjatrénu, grænmálaða grísaþvagblöðru sem innihélt sauðavölu. Sagðist Sigríður ímynda sér að þvagblaðran í samningamönnum gæti litið svona út þessa dagana, ef liturinn væri undanskilinn! MYNDATEXTI: Sigríður Marteinsdóttir leikskólakennari afhendir Eiríki Jónssyni, formanni Kennarasambandsins, þvagblöðruna, með sauðavölunni í.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar