Byggt við Byggðasafnið

Helgi Bjarnason

Byggt við Byggðasafnið

Kaupa Í körfu

Saga Garður | Verið er að byggja við útihús vitavarðarins á Garðskaga. Byggðasafnið í Garði sem býr við þröngan kost í útihúsunum fær nýbygginguna til afnota og mun aðstaða þess gjörbreytast. Verið er að setja upp mót fyrir uppsteypu hússins. Það verk annast starfsmenn Grindarinnar í Grindavík fyrir verktakana, Braga Guðmundsson og Tryggva Einarsson. Smiðirnir láta kuldann ekkert á sig fá, klæða sig bara eftir veðri. Húsið á að vera tilbúið 1. maí.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar