Góðgerðargolfmót á Ekkjufellsvelli

Steinunn Ásmundsdóttir

Góðgerðargolfmót á Ekkjufellsvelli

Kaupa Í körfu

Sigurður Freyr Sigurðsson, kennari á Egilsstöðum, er í verkfalli eins og aðrir grunnskólakennarar. Honum hugkvæmdist á dögunum að efna til golfmóts á Ekkjufellsvelli, þar sem etja skyldu kappi yngri kylfingar og eldri. Skilyrði var að tvær konur yrðu í hvoru liði og var það gert til að efla þátttöku kvenna í golfinu, ásamt því að fá nýja golfara til að taka þátt í mótum og starfinu á golfvellinum. MYNDATEXTI: Golfleikur fyrir gott málefni Sigurður Freyr Sigurðsson kennari og Pétur Gíslason, fyrirliði yngri golfara, með veglegan verðlaunabikar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar