Ingibjörg Pálmadóttir

Ingibjörg Pálmadóttir

Kaupa Í körfu

"Í byrjun kvennabaráttunnar var kynjabundin hugsun nauðsynleg, en sú þróun hefur orðið að nú erum við konur í auknum mæli á okkar eigin forsendum. Þrátt fyrir það er ég á þeirri skoðun að við séum á mjög viðkvæmum stað í kvennabaráttunni, einskonar krossgötum, þar sem við þurfum að velja okkur leið af skynsemi. Sú leið á að endurspegla virðingu og samvinnu okkar kvenna. Við þurfum að efla og bera virðingu hver fyrir annarri og vinna betur saman." Þetta segir athafnakonan Ingibjörg Pálmadóttir í Tímariti Morgunblaðsins í dag en hún er ein af sex íslenskum athafnakonum sem segja frá hugrenningum sínum um jafnrétti kynjanna, kvenleikann og stöðu kvenna í íslensku atvinnulífi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar