Edmund Joensen heimsækir Súðavík

Sverrir Vilhelmsson

Edmund Joensen heimsækir Súðavík

Kaupa Í körfu

Edmund Joensen, lögmaður Færeyja, í heimsókn til Flateyrar og Súðavíkur Lögmaður Færeyja og fylgdarlið fór í heimsókn til Vestfjarða í gær. Ragnhildur Sverrisdóttir fór með til Flateyrar og Súðavíkur, þar sem færeysku gestunum var fagnað innilega, en frændur í Færeyjum styrktu íbúa þorpanna með rausnarlegum peningagjöfum eftir að snjóflóð féllu þar á síðasta ári. MYNDATEXTI:... Í Súðavík var færeyska lögmanninum tekið með kostum og kynjum eins og annars staðar. Bergljót Jónsdóttir, skólastjóri grunnskólans og Steinunn Einarsdóttir, leikskólastjóri, tóku á móti gestunum við skólabygginguna, en þar sameinast grunnskólinn og nýi leikskólinn í einu húsi. Salbjörg Ólafsdóttir færði gestunum málað veggjabrot úr gamla leiksólanum og Sólveig tvíburasystir henanr færði frú Edfríði Joensen blómvönd. Tvær yngri Súðavíkurstelpur, Ragnhildur og Anna Elísa, fylgdust með og veifuðu færeyskum fánum. filma úr safni, mannamyndir stafróf, Joensen, Edmund mynd nr. 16

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar