Snjóflóð í Súðavík

Snjóflóð í Súðavík

Kaupa Í körfu

Fyrsti bústaðurinn af 18 afhentur fórnarlömbum flóðsins í Súðavík Fyrsta bráðabirgðahúsið af átján fyrir íbúa Súðavíkur var afhent í gær. Samkvæmt upplýsingum frá hreppsskrifstofunni er nú verið að ganga frá rafmagni, síma, skólpleiðslum og öðru því sem þarf til að bústaðirnir allir verði íbúðarhæfir og miðað við framkvæmdahraða, standa vonir til að allir íbúarnir, um 67 manns, geti flutt inn á laugardag. Nýja sumarbústaðabyggðin gengur nú undir nafninu Bústaðavegur. MYNDATEXTI: Glæsileg hús á Bústaðavegi í Súðavík. Á innfelldu myndinni taka hjónin Björg Hansdóttir og Frosti Gunnarsson ásamt börnum sínum, Elmu Dögg og Gunnari, við lyklum að nýju heimili úr höndum Guðmundar Gunnarssonar formanns Rafiðnaðarsambands Íslands. filma úr safni, Sýslur 3, Súðavík, síða 2, röð 3, mynd nr. 25

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar