Snjóflóð í Súðavík

Ragnar Axelsson

Snjóflóð í Súðavík

Kaupa Í körfu

Það sem einu sinni var fallegt 230 manna þorp er nú ekki svipur hjá sjón Loks rofaði til í Súðavík í gær og þá blasti við mönnum sú hrikalega eyðilegging sem snjóflóðin hafa valdið þar. Blaðamennirnir Pétur Gunnarsson og Egill Ólafsson og ljósmyndararnir Ragnar Axelsson og Ingibjörg Ólafsdóttir hafa skráð atburðina við Ísafjarðardjúp í máli og myndum. MYNDATEXTI: Brak á víð og dreif Brak úr húsum, húsgögn, fatnaður og aðrir persónulegir hlutir fólksins standa uppúr snjónum þar sem áður var íbúðarhverfi. Á efri myndinni sem tekin er ofan úr Túngötu sést yfir snjóflóðið sem lagði hverfið í rúst og stöðvaðist við fjölbýlishúsið. Í óveðrinu undanfarna daga hefur skafið yfir mikið af verksummerkjum eftir björgunarmennina sem grófu snjóflóðið í sundur í leit sinni. Snjóflóðið rann í gegn um sum húsin þannig að gaflarnir sem standa þvert á fjallshlíðina standa stakir eftir. Einbýlishúsið sem sést á myndinni hér til hliðar er eitt af þeim. filma úr safni, mappa Náttúruhamfarir 1, snjóflóð síða 16., röð 7, mynd nr. 22

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar