Kennarar við Karphúsið

Morgunblaðið/RAX

Kennarar við Karphúsið

Kaupa Í körfu

Fundi samninganefndar Kennarasambands Íslands og Launanefndar sveitarfélaganna, sem hófst klukkan 13 í gær, lauk um fjögurleytið. Fundur hefur verið boðaður eftir hádegi í dag. "Menn ræddu saman í dag og munu ræða aftur saman á morgun. Það er það eina sem ég get sagt efnislega um málið," sagði Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari eftir fundinn í gær. MYNDATEXTI: Mikill fjöldi kennara kom saman við Karphúsið í upphafi sáttafundarins í gær til að sýna stuðning sinn við samninganefnd kennara. Finnbogi Sigurðsson, formaður Félags grunnskólakennara, ávarpaði kennarana. Margir báru kröfuspjöld með áletrunum eins og "Kennari er kjósandi - geymt en ekki gleymt" og "Við gefumst aldrei upp".

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar