Jón Guðmann - Hampiðjan

Jón Guðmann - Hampiðjan

Kaupa Í körfu

Hampiðjan skilgreinir sig sem alþjóðlegt veiðarfærafyrirtæki og ætlar sér að vera leiðandi á N-Atlantshafssvæðinu með tækni, gæði og góða þjónustu í fyrirrúmi. Þóroddur Bjarnason ræddi við Jón Guðmann Pétursson um breytingarnar sem eru að verða á fyrirtækinu. Eitt hundrað störf verða lögð niður hér á landi og 60 í Portúgal vegna flutnings neta- og kaðlagerðar Hampiðjunnar frá Íslandi til Litháen og flutnings fléttingaframleiðslu fyrirtækisins frá Portúgal til Litháen. Þá er toghleraframleiðsla Hampiðjunnar einnig á leið til Litháens. Er Hampiðjan með þessum breytingum eitt fyrsta íslenska fyrirtækið til að taka þátt í þeirri alþjóðlegu þróun að flytja verksmiðjuframleiðslu til lands með ódýrara vinnuafl MYNDATEXTI:Tómir salir Jón Guðmann Pétursson, forstjóri Hampiðjunnar, í húsnæði félagsins við Bíldshöfða 9. Húsnæðið hefur verið selt, enda starfsemin sem þar var til húsa á leið til Litháen.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar