Rekstur 2004

Sverrir Vilhelmsson

Rekstur 2004

Kaupa Í körfu

REKSTUR 2004 hefst í dag kl. 10 í Fífunni í Kópavogi en um er að ræða kaupstefnu fyrir stjórnendur íslenskra fyrirtækja. Alls munu yfir 70 fyrirtæki sýna á Rekstri 2004 og haldin verða 24 námskeið á sýningunni, t.a.m. verður Landsbanki Íslands með námskeið um fjármál og Deloitte um hvaða fyrirtækjaform hentar hverjum og einum. Auk þess verða tekin viðtöl við sex þekkta stjórnendur og gefst gestum í sal tækifæri til að spyrja þá spurninga. Í dag sitja fyrir svörum Jákúp Jakobsen frá Rúmfatalagernum, Aðalheiður Héðinsdóttir frá Kaffitári og Elín Sigfúsdóttir frá Landsbankanum. Á morgun verða Jón Helgi Guðmundsson í Byko, Hannes Smárason frá Flugleiðum og Skarphéðinn Berg Steinarsson frá Baugi. MYNDATEXTI:Allt á fullu Sýningin undirbúin á bás Hátækni í gærkvöldi

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar