Björn Sigurðsson og vandamenn
Kaupa Í körfu
"VIÐ erum mjög ánægð með þennan úrskurð Hæstaréttar og hér ríkir gleði," sagði Björn Sigurðsson í Úthlíð þar sem hann var að fagna niðurstöðu Hæstaréttar í þjóðlendumálinu með sínu fólki á Hótel Sögu í gærkvöldi. Björn segist telja að úrslit málsins hafi hangið á bláþræði. "Það sem gerði þarna gæfumuninn var landamerkjabréf Brynjólfs biskups frá 1646 þar sem kveðið er á um landamerkin. Í því bréfi klykkir hann út með að svona hafi landamerkin verið að fornu hefðarhaldi. [-] Ég sendi Brynjólfi biskupi mínar bestu kveðjur," segir Björn. Hæstiréttur kvað í gær í tveimur dómum upp úr um að land innan landamerkja nokkurra jarða í uppsveitum Árnessýslu skyldi ekki teljast þjóðlenda en komst á hinn bóginn að þeirri niðurstöðu að Framafréttur og afréttur norðan vatna skyldi teljast þjóðlenda. Niðurstaða Hæstaréttar í málunum tveimur, sem er í öllum meginatriðum í samræmi við úrskurði óbyggðanefndar, telst vera fordæmisgefandi fyrir þau landsvæði sem óbyggðanefnd á eftir að fjalla um. MYNDATEXTI: "Hér ríkir gleði." Björn Sigurðsson, bóndi í Úthlíð, og vandamenn fagna hæstaréttardómi í þjóðlendumálinu
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir