Snjókarl með kröfuspjald

Hafþór Hreiðarsson

Snjókarl með kröfuspjald

Kaupa Í körfu

Verkfall Börnin á Húsavík finna sér alltaf eitthvað til dundurs í verkfalli grunnskólakennara og snjórinn sem þar féll í vikunni skapaði þeim ýmis tækifæri til viðbótar. Snjókarlinn sem Selmdís Þráinsdóttir, Aníta Ösp Gunnlaugsdóttir og Börkur Guðmundsson gerðu er genginn til liðs við þau börn sem orðin eru leið á verkfallinu. "Jeg hata verkfall, keyrðu á mig", stendur á spjaldinu og er stafsetningarvilla sett í textann til að undirstrika hve langt er síðan börnin hafa verið í skóla og að kunnáttan gæti hafa gloprast eitthvað niður á þessum tíma.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar