Rannsóknahús

Kristján Kristjánsson

Rannsóknahús

Kaupa Í körfu

ÞETTA er mikil gleðistund í lífi okkar allra," sagði Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, þegar nýtt Rannsókna- og nýsköpunarhús við Háskólann á Akureyri var tekið í notkun í gær að viðstöddu fjölmenni. Húsið hefur hlotið nafnið Borgir, en efnt var til samkeppni um nafn þess og bárust hátt á annað hundrað nöfn. Tillaga Ragnheiðar Kjærnested varð fyrir valinu og vísar m.a. til klettaborga umhverfis húsið auk þess sem áður stóð þar bær með sama nafni MYNDATEXTI: Ljúfir tónar Blásarakvintett Tónlistarskólans á Akureyri lék nokkur lög fyrir gesti við opnunina.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar