Georg Hannesson spilar

Georg Hannesson spilar

Kaupa Í körfu

Georg Haraldsson er sem stendur í Essen í Þýskalandi að keppa á árlegu heimsmeistaramóti í Carcassonne. Carcassonne er borðspil sem 2-5 þátttakendur geta spilað og heitir eftir samnefndum smábæ í Suður-Frakklandi en bærinn er þekktur fyrir einstakar kastalabyggingar og þúsund ára baráttu milli trúarstefna og um efnahagsleg yfirráð. Georg hlaut Íslandsmeistaratitilinn í keppni sem var haldin hér á landi í Carcassonne í apríl síðastliðnum. Íslandsmeistaratitlinum fylgdi ferð á heimsmeistaramótið sem nú stendur yfir um helgina. "Við verðum um sjötíu þátttakendur viðsvegar að úr heiminum sem spilum um heimsmeistaratitilinn," sagði Georg áður en lagt var í hann. En hvernig spil er Carcassonne? "Þetta er herkænskuspil sem snýst um að ná yfirráðum yfir landi og borgum. Það reynir á heilasellurnar að snúa á félagana í þessu spili og sjá út góða leikfléttu. En fyrir utan það er þetta skemmtilegt tómstundagaman í góðra vina hópi." MYNDATEXTI:Georg: Spilar Carcassonne með félögunum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar