Shanti Kumar Kamlesh og Sarita

Shanti Kumar Kamlesh og Sarita

Kaupa Í körfu

Ayurvedísk fræði skipta fólki í þrjár ólíkar manngerðir og segja samskonar mataræði hreint ekki henta öllum. Þú ert vata-týpa, eirðarlaus, helst illa á peningum og færir hringinn í kringum hnöttinn ef þú hefðir efni á," eru fyrstu orð Shanti Kumar Kamlesh í viðtali við Morgunblaðið og blaðamaður verður að viðurkenna að hann hafi stöðuga þörf fyrir tilbreytingu, sé ekki sérlega sparsamur og reyndar líka á leið í langferð. Indverjinn Shanti Kumar Kamlesh er sérfræðingur í svonefndum Ayurveda-fræðum, indverskum heilsuvísindum, sem eiga a.m.k. sex þúsund ára sögu að baki. Kamlesh er Ayurveda-leiðbeinandi í sjöunda ættlið og er nú staddur hér á landi á vegum Guðjóns Bergmann til að fræða Íslendinga með fyrirlestrum, einkatímum og sérstöku matreiðslunámskeiði þar sem sýnt verður hvernig elda á fyrir manngerðirnar þrjár - vata, pitta og kapha MYNDATEXTI:Fræðimaðurinn: Shanti Kumar Kamlesh ásamt konu sinni Sarita.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar