Litla stúlkan með eldspýturnar

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Litla stúlkan með eldspýturnar

Kaupa Í körfu

Í dag verður frumsýndur söngleikurinn Litla stúlkan með eldspýturnar í Íslensku óperunni. Söngleikurinn byggist á sögu H. C. Andersen sem við könnumst öll við. Litla stúlkan sem á enga mömmu og vondan pabba fær að finna fyrir einmanaleika, grimmd og andúð allt í senn en gleymir sér þó annað slagið í dagdraumum þar sem lífið leikur við hana. Við kíktum á æfingu á verkinu þar sem 30 krakkar taka þátt í því, sem eru nemendur söngskólans Domus Vox og Stúlknakór Reykjavíkur. Það var mikil stemning á staðnum, og greinilega mjög gaman að taka þátt í svona sýningu. Með hlutverk litlu stúlkunnar fer Þórunn Arna Kristjánsdóttir, en á sviðinu mátti líka sjá fræga leikara einsog Val Frey Einarsson sem leikur líka Hinn útvalda, Ólafíu Hrönn Jónsdóttur grínleikkonu og Guðlaugu Elísabetu Ólafsdóttur MYNDATEXTI:Erum við komin aftur í aldir?

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar