Börn að leik við styttu Leifs heppna við Hallgrímskirkju

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Börn að leik við styttu Leifs heppna við Hallgrímskirkju

Kaupa Í körfu

Ævintýraleit og landkönnun getur verið bæði í smáu og stóru og svipur telpnanna ber þess greinileg merki þó ekki séu þær á leið yfir úfið haf á knerri að leita nýrra landa líkt og sá hermannlegi maður sem gnæfir yfir þeim fyrir framan Hallgrímskirkju á Skólavörðuholtinu. "Leifur var mikill maður og sterkur, manna skörulegastur að sjá, vitur maður og góður hófsmaður um alla hluti," segir Grænlendinga saga um Leif Eiríksson sem fyrstur vestrænna manna sté fæti á meginland Norður-Ameríku.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar