Öryggisráð stúdenta

Árni Torfason

Öryggisráð stúdenta

Kaupa Í körfu

Stúdentar setja á svið fundi SÞ FORSETI Ísraels og tveir fulltrúar frá sendinefnd á vegum Evrópusambandsins létust í hryðjuverkaárás á flugvellinum í Tel Aviv. Bandaríkjamenn beittu neitunarvaldi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á föstudag þar sem hryðjuverkaárásin var fordæmd. Er talið að þeir hafi verið undir miklum þrýstingi frá Ísraelsmönnum. Aðstæðurnar hér að ofan eru ekki raunverulegar. Þær eru hins vegar settar fram í hermilíkani af Sameinuðu þjóðunum, verkefni sem stúdentar úr ýmsum deildum Háskóla Íslands vinna nú að og þekkt er víða um heim. ......Auk stúdenta HÍ taka þátt í verkefninu erlendir skiptinemar sem og útlendingar sem hér eru staddir sérstaklega vegna verkefnisins. Er þetta í annað sinn sem hermilíkanið er tekið upp hér á Íslandi. Í fyrra voru það stjórnmálafræðinemar sem unnu að verkefninu en í ár koma allar deildir að því í þeim tilgangi að fá fram þverfaglega umræðu. Fundirnir fara fram á ensku og fengu stúdentarnir að velja sér land sem þeir eru fulltrúar fyrir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar