Stig Rehncrona

Þorkell Þorkelsson

Stig Rehncrona

Kaupa Í körfu

Rafskautaígræðslur hafa reynst vel til þess að draga úr einkennum Parkinsons Parkinsonsveiki einkennist af stífni í vöðvum, skjálfta og minni hreyfigetu. Ekki er hægt að lækna sjúkdóminn, en með lyfjagjöf er hægt að halda honum í skefjum í langan tíma, og nú nýlega er með góðum árangri farið að græða rafskaut í heilann þar sem veikin á upptök sín. Á Íslandi fær einn af hverjum fimm þúsundum Parkinsonsveiki árlega. Sjúkdómurinn er algengasti taugasjúkdómur sem hrjáir eldra fólk, að því er fram kemur á vefsíðu netdoktor.is. Um 480 Íslendingar eru greindir Parkinsonsveikir og þurfa gróflega áætlað um 10% þeirra að fara í aðgerð t.a.m. ofangreinda rafskautaaðgerð til þess að halda sjúkdómnum í skefjum. Sú aðgerð hefur reynst mjög vel að sögn Stig Rehncrona, yfirtaugalæknis við háskólasjúkrahúsið í Lundi í Svíþjóð, sem hélt fyrirlestur um aðgerðina á fræðslufundi um málefni fólks með Parkinson í gær

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar