Vildarbörn

Árni Torfason

Vildarbörn

Kaupa Í körfu

ÚTHLUTAÐ var í gær í þriðja sinn styrkjum úr sjóðnum Vildarbörn, styrktarsjóði Icelandair og viðskiptavina félagsins. Markmið sjóðsins er að gefa langveikum börnum og börnum sem búa við sérstakar aðstæður tækifæri til þess að fara í draumaferð sem þau ættu annars ekki kost á. Að þessu sinni sóttu um 50 börn og fjölskyldur þeirra um styrk úr sjóðnum og hlutu átta þeirra styrk. Í styrknum felst skemmtiferð fyrir barnið og fjölskyldu þess, og er allur kostnaður greiddur. Sjóðnum barst nú rausnarleg gjöf frá hjónunum Páli Samúelssyni og Elínu Jóhannesdóttur og Boga Pálssyni og Sólveigu Magnúsdóttur, sem er gisting fyrir Vildarbarnafjölskyldu í fjórar vikur árlega á fyrsta flokks íbúðahóteli í Orlando í Flórída. MYNDATEXTI: Vildarbörnin átta sem fengu úthlutað úr sjóðnum ásamt fjölskyldum sínum, Sigurði Helgasyni, forstjóra Icelandair, og Peggy Helgason, eiginkonu hans. Á myndinni eru einnig hjónin Páll Samúelsson og Elín Jóhannesdóttir og Bogi Pálsson og Sólveig Magnúsdóttir, sem færðu Vildarbörnum rausnarlega gjöf í gær, og Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, sem er verndari Vildarbarnasjóðsins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar