Glerlist - Sigrún Ó. Einarsdóttir

Glerlist - Sigrún Ó. Einarsdóttir

Kaupa Í körfu

Nýjustu afurðirnar úr smiðju Sigrúnar Ó. Einarsdóttur glerlistakonu eru skálar sem hún nefnir Ólgur. Þær eru í mörgum stærðum og litum, líka glærar og sumar sandblásnar og mattar. Allar eilítið bústnar og fjörlegar og hver með sín sérkenni, sem gera þær einstakar, enda ekki hægt að munnblása gler þannig að einn hlutur verði nákvæmlega eins og annar. Svolítið ólgandi á að líta og hugsanlega draga þær nafn sitt af útlitinu. Eða af því að skapari þeirra hefur hafið störf á ný af ólgandi krafti?

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar