Kvennafrídagurinn afmæli

Árni Torfason

Kvennafrídagurinn afmæli

Kaupa Í körfu

HUGSANLEGA verður efnt til kvennaverkfalls 24. október að ári liðnu þegar þrjátíu ár eru liðin frá því að konur lögðu niður störf sín til að vekja athygli á vinnuframlagi sínu. Þessi hugmynd var rædd á málfundi sem haldinn var í tilefni af afmæli kvennafrídagsins 24. október 1975 í gær en fundurinn markaði jafnframt upphaf femínistavikunnar. Auður Styrkársdóttir, fundarstýra og forstöðumaður Kvennasögusafns Íslands, benti m.a. á að þær ástæður sem lágu til grundvallar kvennafrídeginum á sínum tíma ættu flestar enn við. Á baráttufundinum sem um 30.000 konur sóttu mátti sjá kröfuspjöld með slagorðum eins og Sömu laun fyrir sömu vinnu! og Þingmenn, efnið loforðin! Auður benti á að enn væri launamisrétti gríðarlegt og kynferði umsækjenda réði oft meiru um stöðuveitingu en menntun og hæfni. Á heildina litið væri framlag kvenna til samfélagsins því enn lítils virt.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar