Þjóðlendur

Þjóðlendur

Kaupa Í körfu

Málfundur á vegum Orators um dóm hæstaréttar í þjóðlendumálinu Niðurstaða hæstaréttar nánast sú sama og óbyggðanefndar SIF Guðjónsdóttir, skrifstofustjóri hjá óbyggðanefnd, segir það alveg tvímælalaust að staða óbyggðanefndar hafi styrkst í kjölfar þjóðlendudómanna sem kveðnir voru upp í síðustu viku. Þetta kom fram á málfundi sem Orator, félag laganema við Háskóla Íslands, hélt í gær. Á málfundinum var rætt um þjóðlendudómana svokölluðu og auk Sifjar fluttu erindi hæstaréttarlögmennirnir Ólafur Björnsson, sem flutti málið fyrir hönd landeigenda, og Ólafur Sigurgeirsson, sem flutti málið fyrir hönd ríkisins. Talið ofan frá: Róbert R. Spanó, dósent við lagadeild HÍ og fundarstjóri, Sif Guðjónsdóttir, skrifstofustjóri óbyggðanefndar, Ólafur Sigurgeirsson hæstaréttarlögmaður og Ólafur Björnsson hæstaréttarlögmaður.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar