Tækniskóli Íslands

Tækniskóli Íslands

Kaupa Í körfu

MEGINHLUTVERK Tækniskóla Íslands er að veita menntun, sem leiðir til aukinnar framleiðslu í landinu til langframa og án þess að missa sjónar á náttúruvernd og náttúrubót, jafnframt því að auka lífsfyllingu þeirra, sem skólann sækja. Eftir því sem næst verður komist er árangur af 25 ára starfi í samræmi við þennan tilgang, að sögn Bjarna Kristjánssonar, rektors. Segja má að Tækniskóli Íslands hafi nú lifað sinn barns- og unglingsaldur og sé fyrir allnokkru komin á fullorðinsskeiðið. Skólinn varð 25 ára mánudaginn 2. október síðastliðinn og af því tilefni var haldið upp á daginn með pomp og prakt í húsakynnum skólans. MYNDATEXTI: Tækniskóli Íslands er í leiguhúsnæði við Höfðabakka 9 í Reykjavík, en framtíðarskipulag gerir ráð fyrir um 12 þúsund fermetra skólabyggingu Tækniskólans á Keldnaholti. ( Filma úr safni , fyrst birt 19891027 á síðu 14 Mappa Skólamál 1 , síða 56, röð 2-4 mynd 20 )

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar