Birtingaholt

Sigurður Sigmundsson

Birtingaholt

Kaupa Í körfu

Hyggjast framleiða 1,5 milljónir lítra á ári í tveimur risafjósum sem verið er að byggja í Birtingaholti "Við höfum hvatt hvor annan áfram," segir Ragnar Magnússon, bóndi í Birtingaholti. Á jörðinni er verið að byggja tvö stór fjós með bestu tækni sem völ er á. Ragnar byggir annað fjósið en frændi hans, Sigurður Ágústsson, hitt. Þeir eru synir bræðranna í Birtingaholti, þeirra Ágústs og Magnúsar Sigurðssona. Þegar bæði fjósin verða komin í fulla framleiðslu má búast við að í Birtingaholti verði framleidd 1,5 milljónir lítra á mjólk á ári. MYNDATEXTI: Fjósið Starfsmenn Límtrés smíða bæði fjósin. Þeir eru nú að klæða fjós Sigurðar Ágústssonar með yleiningum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar