Konur mótmæla ofbeldisdómum á Arnarhóli

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Konur mótmæla ofbeldisdómum á Arnarhóli

Kaupa Í körfu

FIMMTÁN félagasamtök og aðilar, sem láta sig hagsmuni kvenna og kynjajafnrétti varða, efndu til athafnar á Arnarhóli síðdegis í gær þar sem ofbeldi gagnvart konum var mótmælt. Með táknrænum hætti vildu samtökin "jarða" það misrétti sem þau telja að konur hafi orðið fyrir í gegnum tíðina af hálfu réttarkerfisins hér á landi. Blóm voru lögð að legsteini sem á stóð: "Hér hvílir Jóna Jóns. Hún reitti hann til reiði." Við athöfnina flutti Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International, ávarp sem hófst með þessum orðum: "Hingað og ekki lengra, þið berjið ekki fleiri konur."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar